Biblían, Fyrri konungabók, Kafli 1. is available here: https://www.bible.promo/chapters.php?id=10292&pid=13&tid=1&bid=41
Holy Bible project logo icon
FREE OFF-line Bible for Android Get Bible on Google Play QR Code Android Bible

Holy Bible
for Android

is a powerful Bible Reader which has possibility to download different versions of Bible to your Android device.

Bible Verses
for Android

Bible verses includes the best bible quotes in more than 35 languages

Pear Bible KJV
for Android

is an amazing mobile version of King James Bible that will help you to read this excellent book in any place you want.

Pear Bible BBE
for Android

is an amazing mobile version of Bible in Basic English that will help you to read this excellent book in any place you want.

Pear Bible ASV
for Android

is an amazing mobile version of American Standard Version Bible that will help you to read this excellent book in any place you want.

BIBLE VERSIONS / Biblían / Gamla Testamentið / Fyrri konungabók

Biblían

Síðari Samúelsbók Fyrri konungabók Síðari konungabók

Kafli 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22

1 Davíð konungur var nú orðinn gamall og hniginn að aldri, og þótt hann væri þakinn sængurfötum, gat honum ekki hitnað.

2 Fyrir því sögðu þjónar hans við hann: ,,Það ætti að leita að yngismey handa mínum herra konunginum til þess að þjóna konunginum og hjúkra honum. Skal hún liggja við brjóst þitt, til þess að mínum herra konunginum megi hitna.``

3 Síðan var leitað að fríðri stúlku í öllu Ísraelslandi, og fundu menn Abísag frá Súnem og fóru með hana til konungs.

4 En stúlkan var forkunnar fríð og hjúkraði konungi og þjónaði honum, en konungur kenndi hennar ekki.

5 Adónía sonur Haggítar hreykti sér upp og hugsaði með sér: ,,Ég vil verða konungur.`` Og hann fékk sér vagna og hesta og fimmtíu menn, sem fyrir honum hlupu.

6 En faðir hans hafði aldrei angrað hann á ævinni með því að segja við hann: ,,Hví hefir þú gjört þetta?`` Auk þess var hann mjög fríður sýnum og næstur Absalon að aldri.

7 Hann átti og ráðstefnur við Jóab Serújuson og Abjatar prest, og fylgdu þeir Adónía að málum.

8 En Sadók prestur, Benaja Jójadason, Natan spámaður, Símeí, Reí og kappar Davíðs fylgdu eigi Adónía.

9 Adónía slátraði sauðum og nautum og alikálfum hjá Höggormssteini, sem er hjá Rógel-lind, og bauð til öllum bræðrum sínum, konungssonunum, og öllum Júdamönnum, þegnum konungs.

10 En Natan spámanni, Benaja og köppunum og Salómon bróður sínum bauð hann ekki.

11 Þá mælti Natan við Batsebu, móður Salómons, á þessa leið: ,,Hefir þú ekki heyrt, að Adónía sonur Haggítar er orðinn konungur, og Davíð, herra vor, veit það ekki?

12 Kom þú nú, og vil ég leggja þér ráð, hversu þú megir forða lífi þínu og lífi Salómons sonar þíns.

13 Far þú og gakk fyrir Davíð konung og seg við hann: ,Hefir þú ekki, minn herra konungur, unnið ambátt þinni eið og sagt: Salómon sonur þinn skal verða konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu? Hví er þá Adónía orðinn konungur?`

14 Sjá, meðan þú enn ert að tala þar við konung, skal ég koma á eftir þér og staðfesta orð þín.``

15 Þá gekk Batseba fyrir konung inn í svefnhúsið, en konungur var þá gamall mjög, og Abísag frá Súnem þjónaði honum.

16 Batseba hneigði sig og laut konungi. Konungur mælti: ,,Hvað er þér á höndum?``

17 Hún sagði við hann: ,,Herra minn, þú hefir unnið ambátt þinni svolátandi eið við Drottin, Guð þinn: ,Salómon sonur þinn skal verða konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu.`

18 En sjá, nú er Adónía orðinn konungur, og þú veist það ekki, minn herra konungur!

19 Hann hefir slátrað fjölda af uxum, alikálfum og sauðum og boðið til öllum konungssonum og Abjatar presti og Jóab hershöfðingja, en Salómon þjóni þínum hefir hann ekki boðið.

20 Og nú standa augu allra Ísraelsmanna á þér, minn herra konungur, að þú gjörir kunnugt, hver sitja skuli í hásæti míns herra konungsins eftir þinn dag.

21 Ella mun svo fara, þegar minn herra konungurinn hvílir hjá feðrum sínum, að ég og Salómon sonur minn munum talin óbótamenn.``

22 En meðan hún var að tala við konung, kom Natan spámaður.

23 Og konungi var sagt: ,,Natan spámaður er hér kominn.`` Gekk hann þá inn fyrir konung og laut á ásjónu sína til jarðar fyrir konungi

24 og mælti: ,,Minn herra konungur, hefir þú sagt: ,Adónía skal vera konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu?`

25 Því að hann fór niður eftir í dag og slátraði fjölda af uxum, alikálfum og sauðum og bauð til öllum konungssonunum, hershöfðingjunum og Abjatar presti. Þeir eru nú að eta og drekka hjá honum og hrópa: ,Adónía konungur lifi!`

26 En mér, þjóni þínum, Sadók presti, Benaja Jójadasyni og Salómon þjóni þínum bauð hann ekki.

27 Er þetta orðið að tilhlutun míns herra konungsins, þar sem þú hefir ekki gjört þjónum þínum kunnugt, hver sitja skuli í hásæti míns herra konungsins eftir þinn dag?``

28 Þá svaraði Davíð konungur og mælti: ,,Kallið á Batsebu!`` Gekk hún þá inn fyrir konung. Og er hún stóð frammi fyrir konungi,

29 sór konungur og sagði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er frelsað hefir líf mitt úr öllum nauðum:

30 Eins og ég sór þér við Drottin, Ísraels Guð, og sagði: Salómon sonur þinn skal verða konungur eftir mig, og hann skal sitja í hásæti mínu í minn stað _ svo vil ég staðfesta það í dag.``

31 Þá hneigði Batseba ásjónu sína til jarðar, laut konungi og mælti: ,,Minn herra Davíð konungur lifi eilíflega!``

32 Þá sagði Davíð konungur: ,,Kallið á Sadók prest, Natan spámann og Benaja Jójadason.`` Þeir gengu síðan fyrir konung.

33 Og konungur sagði við þá: ,,Takið með yður þjóna herra yðar, setjið Salómon son minn á múl minn og farið með hann til Gíhonlindar.

34 Skal Sadók prestur og Natan spámaður smyrja hann þar til konungs yfir Ísrael. Þeytið síðan lúðurinn og hrópið: ,Salómon konungur lifi!`

35 Komið síðan með honum hingað, og skal hann þá koma og setjast í hásæti mitt og vera konungur í minn stað, því að hann hefi ég skipað til að vera höfðingja yfir Ísrael og Júda.``

36 Þá svaraði Benaja Jójadason konungi og mælti: ,,Veri það svo; Drottinn, Guð míns herra konungsins, gefi það.

37 Eins og Drottinn hefir verið með mínum herra konunginum, svo sé hann og með Salómon og hefji hásæti hans enn hærra en hásæti míns herra, Davíðs konungs.``

38 Þá fóru þeir Sadók prestur, Natan spámaður, Benaja Jójadason og Kretar og Pletar og settu Salómon á múl Davíðs konungs og fóru með hann til Gíhonlindar.

39 Þá tók Sadók prestur olíuhornið úr tjaldinu og smurði Salómon. Þá þeyttu þeir lúðurinn, og allur lýðurinn hrópaði: ,,Lifi Salómon konungur!``

40 Síðan fór allur lýðurinn heim aftur með honum, og menn blésu á hljóðpípur og létu feginslátum, svo að við sjálft lá, að jörðin rifnaði af ópi þeirra.

Fyrri konungabók 1:40 - Solomon Named to Succeed David
Solomon Named to Succeed David
41 Adónía og allir þeir, sem hann hafði í boði sínu, heyrðu þetta, er þeir höfðu lokið máltíðinni. Þegar Jóab heyrði lúðurhljóminn, mælti hann: ,,Hví er öll borgin í uppnámi?``

42 En er hann var þetta að mæla, kom Jónatan, sonur Abjatars prests. Þá sagði Adónía: ,,Kom þú hingað, því að þú ert sæmdarmaður og munt flytja góð tíðindi.``

43 Þá svaraði Jónatan og sagði við Adónía: ,,Það er nú svo! Herra vor, Davíð konungur, hefir gjört Salómon að konungi.

44 Konungur hefir sent með honum Sadók prest, Natan spámann, Benaja Jójadason og Kreta og Pleta, og þeir hafa sett hann á múl konungs.

45 Og þeir Sadók prestur og Natan spámaður hafa smurt hann til konungs við Gíhonlind. Þaðan fóru þeir heim fagnandi, svo að öll borgin er komin í uppnám. Þetta er hávaðinn, sem þér hafið heyrt.

46 Salómon hefir meira að segja setst í konungshásætið.

47 Sömuleiðis komu þjónar konungs til þess að árna herra vorum, Davíð konungi, heilla, og sögðu: ,Guð þinn gjöri nafn Salómons enn víðfrægara en nafn þitt, og hefji hásæti hans enn hærra en hásæti þitt!` og hneigði konungur sig í hvílu sinni.

48 Konungur hefir og mælt svo: ,Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð, sem í dag hefir skipað eftirmann í hásæti mitt og látið mér auðnast að líta það.```

49 Þá skelfdust allir boðsgestir Adónía, héldu af stað, og fór hver leiðar sinnar.

50 En Adónía var hræddur við Salómon, hélt af stað og fór burt og greip um altarishornin.

51 Var Salómon sagt frá því með svofelldum orðum: ,,Sjá, Adónía er hræddur við Salómon konung, heldur um altarishornin og segir: ,Salómon konungur sverji mér í dag, að hann skuli ekki láta taka þjón sinn af lífi.```

52 Þá sagði Salómon: ,,Komi hann fram sem góður drengur skal ekki eitt af hárum hans falla til jarðar, en reynist hann ódrengur skal hann lífi týna.``Þá sendi Salómon konungur og lét taka hann frá altarinu, og er hann kom og laut Salómon konungi, sagði Salómon við hann: ,,Far þú heim til þín.``

53 Þá sendi Salómon konungur og lét taka hann frá altarinu, og er hann kom og laut Salómon konungi, sagði Salómon við hann: ,,Far þú heim til þín.``

<< Prev Top Next → >>