Biblían, Fyrri Samúelsbók, Kafli 20. is available here: https://www.bible.promo/chapters.php?id=10256&pid=11&tid=1&bid=41
Holy Bible project logo icon
FREE OFF-line Bible for Android Get Bible on Google Play QR Code Android Bible

Holy Bible
for Android

is a powerful Bible Reader which has possibility to download different versions of Bible to your Android device.

Bible Verses
for Android

Bible verses includes the best bible quotes in more than 35 languages

Pear Bible KJV
for Android

is an amazing mobile version of King James Bible that will help you to read this excellent book in any place you want.

Pear Bible BBE
for Android

is an amazing mobile version of Bible in Basic English that will help you to read this excellent book in any place you want.

Pear Bible ASV
for Android

is an amazing mobile version of American Standard Version Bible that will help you to read this excellent book in any place you want.

BIBLE VERSIONS / Biblían / Gamla Testamentið / Fyrri Samúelsbók

Biblían

Rutarbók Fyrri Samúelsbók Síðari Samúelsbók

Kafli 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

1 Davíð flýði frá Najót í Rama og kom til Jónatans og sagði: ,,Hvað hefi ég gjört? Í hverju hefi ég misgjört og í hverju hefi ég syndgað á móti föður þínum, fyrst hann situr um líf mitt?``

2 Jónatan sagði við hann: ,,Það skal aldrei verða! Þú munt eigi lífi týna. Sjá, faðir minn gjörir ekkert, hvorki stórt né smátt, að hann láti mig eigi vita það. Og hví skyldi faðir minn þá leyna mig þessu? Nei, slíkt á sér ekki stað.``

3 Davíð svaraði aftur og mælti: ,,Faðir þinn veit það vel, að þér þykir vænt um mig, og hugsar með sér: ,Jónatan má eigi vita þetta, það kynni að fá honum hryggðar.` En svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir: Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál.``

4 Jónatan sagði við Davíð: ,,Hvað sem þú biður um mun ég fyrir þig gjöra.``

5 Þá sagði Davíð við Jónatan: ,,Sjá, á morgun er tunglkomudagur, og ég get ekki með neinu móti setið til borðs með konunginum. Leyf mér því að fara burt, svo að ég geti falið mig úti á víðavangi til kvelds.

6 Ef nú faðir þinn saknar mín, þá skalt þú segja: ,Davíð beiddist leyfis af mér að mega bregða sér til Betlehem, föðurborgar sinnar, því að ársfórn allrar ættarinnar fer þar fram.`

7 Ef hann þá segir: ,Það er gott!` þá er þjóni þínum óhætt, en verði hann reiður, þá vit, að hann hefir illt af ráðið.

8 Auðsýn nú þjóni þínum kærleika, úr því að þú hefir látið þjón þinn ganga í Drottins-fóstbræðralag við þig. En hafi ég misgjört, þá drep þú mig sjálfur. Hví skyldir þú fara með mig til föður þíns?``

9 Jónatan mælti: ,,Lát þér eigi koma það til hugar! Ef ég yrði þess áskynja, að faðir minn hafi illt af ráðið gegn þér, mundi ég þá ekki segja þér frá því?``

10 Davíð sagði við Jónatan: ,,Hver lætur mig nú vita, hvort faðir þinn svarar þér illu til?``

11 Jónatan sagði við Davíð: ,,Kom þú, við skulum ganga út á víðavang.`` Og þeir gengu báðir út á víðavang.

12 En Jónatan sagði við Davíð: ,,Drottinn, Ísraels Guð, veri vitni: Þegar ég á morgun um þetta leyti hefi komist eftir, hvað föður mínum býr í skapi, og ég sé að þér er óhætt, mun ég senda til þín og láta þig vita.

13 Drottinn láti mig gjalda þess nú og síðar, ef faðir minn hefir illt í huga gegn þér, og ég læt þig ekki vita það. Ég leyfi þér að fara, svo að þú megir fara óhultur. Drottinn mun vera með þér, eins og hann hefir verið með föður mínum.

14 Og vilt þú ekki, verði ég þá enn á lífi, auðsýna mér miskunn Drottins, svo að ég týni eigi lífi?

15 Og svipt hús mitt aldrei miskunn þinni, og þegar Drottinn upprætir alla óvini Davíðs af jörðinni,

16 þá skal nafn Jónatans eigi verða slitið frá húsi Davíðs. Drottinn hefni Davíðs á óvinum hans!``

17 Jónatan vann Davíð enn eið við ást þá, er hann bar til hans, því að hann unni honum hugástum.

18 Og Jónatan sagði við hann: ,,Á morgun er tunglkomudagur. Þá verður þín saknað, því að sæti þitt mun verða autt.

19 En á þriðja degi mun þín mjög verða saknað. Þá skalt þú fara til þess staðar, þar sem þú fólst þig fyrri daginn, og sestu hjá þeim hól.

20 Ég mun þá á þriðja degi skjóta örvum í hólinn, eins og ég væri að skjóta til marks.

21 Og sjá, ég mun senda sveininn og segja: ,Farðu og sæktu örina.` Ef ég nú kalla til sveinsins: ,Sjá, örin liggur hérnamegin við þig, kom þú með hana!` þá skalt þú koma heim, því að þá er þér óhætt og ekkert er að, svo sannarlega sem Drottinn lifir.

22 En ef ég kalla svo til piltsins: ,Örin liggur hinumegin við þig!` þá far þú, því að Drottinn hefir þá sent þig burt.

23 En viðvíkjandi því, sem við höfum talað, ég og þú, þá er Drottinn vitni milli mín og þín að eilífu.``

24 Þá fól Davíð sig úti á víðavangi. Er tunglkomudagurinn kom, settist konungur undir borð að máltíð.

25 Sat konungur í sæti sínu, eins og vant var, í sætinu við vegginn, en Jónatan sat gegnt honum, og Abner sat við hliðina á Sál. En sæti Davíðs var autt.

26 Þó sagði Sál ekkert þann dag, því að hann hugsaði: ,,Það er tilviljun: hann er ekki hreinn. Hann hefir ekki látið hreinsa sig.``

27 En daginn eftir tunglkomuna var sæti Davíðs enn autt. Þá sagði Sál við Jónatan son sinn: ,,Hvers vegna hefir sonur Ísaí ekki komið til máltíðar, hvorki í gær né í dag?``

28 Jónatan svaraði Sál: ,,Davíð beiddist þess af mér að mega fara til Betlehem.

29 Hann sagði: ,Leyf mér að fara, því að vér ætlum að halda ættarfórn í borginni, og bræður mínir hafa beðið mig að koma, og hafi ég fundið náð í augum þínum, þá lofaðu mér að komast burt, svo að ég geti heimsótt bræður mína.` Fyrir því hefir hann ekki komið að konungsborði.``

30 Þá reiddist Sál Jónatan og sagði við hann: ,,Þú sonur þrjóskrar móður! Ætli ég viti ekki að þú ert vinur Ísaísonar, þér til skammar, og blygðun móður þinnar til skammar!

31 Því að alla þá stund, sem Ísaísonur er lifandi á jörðinni, munt þú og konungdómur þinn eigi fastur standa. Send því nú og lát koma með hann til mín, því að hann er dauðamaður.``

32 Þá svaraði Jónatan Sál föður sínum og sagði við hann: ,,Hví skal deyða hann? Hvað hefir hann gjört?``

33 Þá snaraði Sál að honum spjótinu og ætlaði að leggja hann í gegn. Sá Jónatan þá, að faðir hans hafði fastráðið að drepa Davíð.

34 Og Jónatan stóð upp frá borðinu ævareiður og neytti ekki matar annan tunglkomudaginn, því að hann tók sárt til Davíðs, af því að faðir hans hafði smánað hann.

35 Morguninn eftir gekk Jónatan út á víðavang á þeim tíma, er þeir Davíð höfðu til tekið, og var ungur sveinn með honum.

36 Og hann sagði við svein sinn: ,,Hlauptu og sæktu örina, sem ég ætla að skjóta.`` Sveinninn hljóp af stað, en hann skaut örinni yfir hann fram.

37 En er sveinninn kom þar að, er örin lá, sem Jónatan hafði skotið, þá kallaði Jónatan á eftir sveininum og sagði: ,,Örin liggur hinumegin við þig!``

38 Og Jónatan kallaði enn á eftir sveininum: ,,Áfram, flýttu þér, stattu ekki kyrr!`` Og sveinn Jónatans tók upp örina og færði húsbónda sínum.

39 En sveinninn vissi ekki neitt. Þeir Jónatan og Davíð vissu einir, hvað þetta átti að þýða.

40 Og Jónatan fékk sveini sínum vopn sín og sagði við hann: ,,Farðu með þau inn í borgina.``

41 Sveinninn fór nú heim, en Davíð reis upp undan hólnum, féll fram á ásjónu sína til jarðar og laut þrisvar sinnum, og þeir kysstu hvor annan og grétu hvor með öðrum, þó Davíð miklu meir.Og Jónatan sagði við Davíð: ,,Far þú í friði. En viðvíkjandi því, sem við báðir höfum unnið eið að í nafni Drottins, þá sé Drottinn vitni milli mín og þín, og milli minna niðja og þinna niðja að eilífu.`` Síðan hélt Davíð af stað og fór burt, en Jónatan gekk inn í borgina.

Fyrri Samúelsbók 20:41 - Pact Between David & Jonathan
Pact Between David & Jonathan
42 Og Jónatan sagði við Davíð: ,,Far þú í friði. En viðvíkjandi því, sem við báðir höfum unnið eið að í nafni Drottins, þá sé Drottinn vitni milli mín og þín, og milli minna niðja og þinna niðja að eilífu.`` Síðan hélt Davíð af stað og fór burt, en Jónatan gekk inn í borgina.

<< ← Prev Top Next → >>