Biblían, Fjórða Mósebók, Kafli 7. is available here: https://www.bible.promo/chapters.php?id=10124&pid=6&tid=1&bid=41
Holy Bible project logo icon
FREE OFF-line Bible for Android Get Bible on Google Play QR Code Android Bible

Holy Bible
for Android

is a powerful Bible Reader which has possibility to download different versions of Bible to your Android device.

Bible Verses
for Android

Bible verses includes the best bible quotes in more than 35 languages

Pear Bible KJV
for Android

is an amazing mobile version of King James Bible that will help you to read this excellent book in any place you want.

Pear Bible BBE
for Android

is an amazing mobile version of Bible in Basic English that will help you to read this excellent book in any place you want.

Pear Bible ASV
for Android

is an amazing mobile version of American Standard Version Bible that will help you to read this excellent book in any place you want.

BIBLE VERSIONS / Biblían / Gamla Testamentið / Fjórða Mósebók

Biblían

Þriðja Mósebók Fjórða Mósebók Fimmta Mósebók

Kafli 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36

1 Þá er Móse hafði lokið við að reisa búðina og hafði smurt hana og vígt og öll áhöld hennar og smurt og vígt altarið og öll áhöld þess,

2 færðu höfuðsmenn Ísraels fórnir, foringjar fyrir ættum þeirra _ það er höfuðsmenn ættkvíslanna, forstöðumenn hinna töldu, _

3 og þeir færðu fórnargjöf sína fram fyrir Drottin, sex skýlisvagna og tólf naut, einn vagn fyrir hverja tvo höfuðsmenn, og naut fyrir hvern þeirra. Færðu þeir þetta fram fyrir búðina.

4 Drottinn talaði við Móse og sagði:

5 ,,Tak þú við þessu af þeim, og það sé haft til þjónustugjörðar við samfundatjaldið, og fá þú þetta levítunum, eftir því sem þjónusta hvers eins er til.``

6 Þá tók Móse vagnana og nautin og seldi það levítunum í hendur.

7 Gersons sonum fékk hann tvo vagna og fjögur naut, eftir þjónustu þeirra.

8 Og Merarí sonum fékk hann fjóra vagna og átta naut, eftir þjónustu þeirra undir umsjón Ítamars, Aronssonar prests.

9 En Kahats sonum fékk hann ekkert, því að á þeim hvíldi þjónusta hinna helgu dóma. Skyldu þeir bera þá á herðum sér.

10 Höfuðsmennirnir færðu gjafir til vígslu altarisins daginn sem það var smurt, og þeir færðu fórnargjöf sína fram fyrir altarið.

11 Þá sagði Drottinn við Móse: ,,Höfuðsmennirnir skulu bera fram fórnargjafir sínar sinn daginn hver til vígslu altarisins.``

12 Sá er færði fórnargjöf sína fyrsta daginn, var Nakson Ammínadabsson af ættkvísl Júda.

13 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fyllt fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

14 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

15 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

16 geithafur til syndafórnar,

17 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Naksons Ammínadabssonar.

18 Annan daginn færði Netanel Súarsson, höfuðsmaður Íssakars, fórn sína.

19 Færði hann að fórnargjöf silfurfat, 130 sikla að þyngd, silfurskál, sjötíu sikla að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

20 bolla, tíu gullsikla að þyngd, fullan af reykelsi,

21 ungneyti, hrút og sauðkind veturgamla til brennifórnar,

22 geithafur til syndafórnar,

23 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrúta, fimm kjarnhafra og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Netanels Súarssonar.

24 Þriðja daginn höfuðsmaður Sebúlons sona, Elíab Helónsson.

25 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

26 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

27 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

28 geithafur til syndafórnar,

29 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Elíabs Helónssonar.

30 Fjórða daginn höfuðsmaður Rúbens sona, Elísúr Sedeúrsson.

31 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

32 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

33 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

34 geithafur til syndafórnar,

35 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Elísúrs Sedeúrssonar.

36 Fimmta daginn höfuðsmaður Símeons sona, Selúmíel Súrísaddaíson.

37 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

38 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

39 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

40 geithafur til syndafórnar,

41 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Selúmíels Súrísaddaísonar.

42 Sjötta daginn höfuðsmaður Gaðs sona, Eljasaf Degúelsson.

43 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

44 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

45 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

46 geithafur til syndafórnar,

47 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Eljasafs Degúelssonar.

48 Sjöunda daginn höfuðsmaður Efraíms sona, Elísama Ammíhúdsson.

49 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

50 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

51 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

52 geithafur til syndafórnar,

53 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Elísama Ammíhúdssonar.

54 Áttunda daginn höfuðsmaður Manasse sona, Gamlíel Pedasúrsson.

55 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu til matfórnar,

56 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

57 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

58 geithafur til syndafórnar,

59 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar, og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Gamlíels Pedasúrssonar.

60 Níunda daginn höfuðsmaður Benjamíns sona, Abídan Gídeóníson.

61 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

62 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

63 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

64 geithafur til syndafórnar,

65 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Abídans Gídeonísonar.

66 Tíunda daginn höfuðsmaður Dans sona, Akíeser Ammísaddaíson.

67 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

68 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

69 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

70 geithafur til syndafórnar,

71 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Akíesers Ammísaddaísonar.

72 Ellefta daginn höfuðsmaður Assers sona, Pagíel Ókransson.

73 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

74 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

75 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

76 geithafur til syndafórnar,

77 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Pagíels Ókranssonar.

78 Tólfta daginn höfuðsmaður Naftalí sona, Akíra Enansson.

79 Fórnargjöf hans var silfurfat, 130 siklar að þyngd, silfurskál, sjötíu siklar að þyngd eftir helgidómssikli, hvort tveggja fullt af fínu mjöli olíublönduðu, til matfórnar,

80 bolli, tíu gullsiklar að þyngd, fullur af reykelsi,

81 ungneyti, hrútur og sauðkind veturgömul til brennifórnar,

82 geithafur til syndafórnar,

83 og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar, fimm kjarnhafrar og fimm sauðkindur veturgamlar. Þetta var fórnargjöf Akíra Enanssonar.

84 Þetta voru gjafirnar frá höfuðsmönnum Ísraels til vígslu altarisins daginn sem það var smurt: tólf silfurföt, tólf silfurskálar, tólf gullbollar.

85 Vó hvert fat 130 sikla silfurs og hver skál sjötíu. Allt silfur ílátanna vó 2.400 sikla eftir helgidómssikli.

86 Tólf gullbollar, fullir af reykelsi, hver bolli tíu siklar eftir helgidómssikli. Allt gullið í bollunum vó 120 sikla.

87 Öll nautin til brennifórnarinnar voru tólf uxar, auk þess tólf hrútar, tólf sauðkindur veturgamlar, ásamt matfórninni, er þeim fylgdi, og tólf geithafrar í syndafórn.

88 Og öll nautin til heillafórnarinnar voru 24 uxar, auk þess sextíu hrútar, sextíu kjarnhafrar og sextíu sauðkindur veturgamlar. Þetta voru gjafirnar til vígslu altarisins, eftir að það hafði verið smurt.Þegar Móse gekk inn í samfundatjaldið til þess að tala við Drottin, heyrði hann röddina tala til sín ofan af lokinu, sem er yfir sáttmálsörkinni, fram á milli kerúbanna tveggja, og hann talaði við hann.

89 Þegar Móse gekk inn í samfundatjaldið til þess að tala við Drottin, heyrði hann röddina tala til sín ofan af lokinu, sem er yfir sáttmálsörkinni, fram á milli kerúbanna tveggja, og hann talaði við hann.

<< ← Prev Top Next → >>