1 Þetta er ættartala Nóa sona, Sems, Kams og Jafets. Þeim fæddust synir eftir flóðið.
2 Synir Jafets: Gómer, Magog, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras.
3 Og synir Gómers: Askenas, Rífat og Tógarma.
4 Og synir Javans: Elísa, Tarsis, Kittar og Ródanítar.
5 Út frá þeim kvísluðust þeir, sem byggja eylönd heiðingjanna. Þetta eru synir Jafets eftir löndum þeirra, hver eftir sinni tungu, eftir kynþáttum þeirra og samkvæmt þjóðerni þeirra.
6 Synir Kams: Kús, Mísraím, Pút og Kanaan.
7 Og synir Kúss: Seba, Havíla, Sabta, Raema og Sabteka. Og synir Raema: Séba og Dedan.
8 Kús gat Nimrod. Hann tók að gjörast voldugur á jörðinni.
9 Hann var mikill veiðimaður fyrir Drottni. Því er máltækið: ,,Mikill veiðimaður fyrir Drottni eins og Nimrod.``
10 Og upphaf ríkis hans var Babel, Erek, Akkad og Kalne í Sínearlandi.
11 Frá þessu landi hélt hann til Assýríu og byggði Níníve, Rehóbót-Ír og Kala,
12 og Resen milli Níníve og Kala, það er borgin mikla.
13 Mísraím gat Lúdíta, Anamíta, Lekabíta, Naftúkíta,
14 Patrúsíta, Kaslúkíta (þaðan eru komnir Filistar) og Kaftóríta.
15 Kanaan gat Sídon, frumgetning sinn, og Het
16 og Jebúsíta, Amoríta, Gírgasíta,
17 Hevíta, Arkíta, Síníta,
18 Arvadíta, Semaríta og Hamatíta. Og síðan breiddust út kynkvíslir Kanaanítanna.
19 Landamerki Kanaanítanna eru frá Sídon um Gerar allt til Gasa, þá er stefnan til Sódómu og Gómorru og Adma og Sebóím, allt til Lasa.
20 Þetta eru synir Kams eftir kynþáttum þeirra, eftir tungum þeirra, samkvæmt löndum þeirra og þjóðerni.
21 En Sem, ættfaðir allra Ebers sona, eldri bróðir Jafets, eignaðist og sonu.
22 Synir Sems: Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd og Aram.
23 Og synir Arams: Ús, Húl, Geter og Mas.
24 Arpaksad gat Sela, og Sela gat Eber.
25 Og Eber fæddust tveir synir. Hét annar Peleg, því að á hans dögum greindist fólkið á jörðinni, en bróðir hans hét Joktan.
26 Og Joktan gat Almódad, Salef, Hasarmavet, Jara,
27 Hadóram, Úsal, Dikla,
28 Óbal, Abímael, Seba,
29 Ófír, Havíla og Jóbab. Þessir allir eru synir Joktans.
30 Og bústaður þeirra var frá Mesa til Sefar, til austurfjallanna.
31 Þetta eru synir Sems, eftir ættkvíslum þeirra, eftir tungum þeirra, samkvæmt löndum þeirra, eftir þjóðerni þeirra.Þetta eru ættkvíslir Nóa sona eftir ættartölum þeirra, samkvæmt þjóðerni þeirra, og frá þeim kvísluðust þjóðirnar út um jörðina eftir flóðið.
32 Þetta eru ættkvíslir Nóa sona eftir ættartölum þeirra, samkvæmt þjóðerni þeirra, og frá þeim kvísluðust þjóðirnar út um jörðina eftir flóðið. |